Fréttir

South Iceland Adventure bætist í hópinn

South Iceland Adventure hlaut í vikunni viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Sannast þar enn og aftur að Vakinn hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Lesa meira

Ensku húsin hljóta viðurkenningu Vakans

Ensku húsunum við Langá á Mýrum hlotnaðist á dögunum viðurkenning Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrirtækið er um leið fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem tekinn er inn í gæðakerfið.
Lesa meira

Samstarf um auknar forvarnir og öryggi í afþreyingarferdaþjónustu

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM - gæðakerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Bláa Lónið er nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu.
Lesa meira

DIVE.IS fær viðurkenningu Vakans

DIVE.IS hlaut á dögunum bæði ferðaþjónustu- og umhverfisviðurkenningu Vakans. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og býður uppá köfunarferðir víðsvegar um landið þótt megináherslan sé á köfunar- og snorkelferðir í gjána Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira

TripCreator í Vakann

Ferðaskrifstofan TripCreator hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans, en ferðaskrifstofan á og rekur vefinn tripcreator.com, sem er einstakur á heimsvísu
Lesa meira

Iceland Travel er nýtt fyrirtæki í Vakanum

Ferðaskrifstofan Iceland Travel er nýtt fyrirtæki í Vakanum. Ferðaskrifstofan er dótturfélag Icelandair Group og byggð á traustum grunni sem á rætur að rekja allt til ársins 1937.
Lesa meira

Ambassador í Vakann

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador er nýjasti meðlimur Vakans en það býður hvalaskoðunarferðir frá Torfunefnsbryggjunni á Akureyri. Auk þátttöku í gæðakerfinu er fyrirtækið með silfurmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira

Hannes Boy og Kaffi Rauðka á Siglufirði í Vakann

Veitingastaðirnir Hannes Boy og Kaffi Rauðka á Siglufirði eru nýjustu þátttakendurnir í Vakanum.
Lesa meira

Gæðaviðmið fyrir hostel

Gæðaviðmið fyrir hostel hafa litið dagsins ljós og eru aðgengileg til skoðunar á heimasíðu Vakans www.vakinn.is. Þar með eru gistiflokkarnir orðnir fjórir talsins, sem hægt er að sækja um stjörnuflokkun í, en hinir eru hótel, gistiheimili og heimagisting.
Lesa meira