24.11.2016
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Radisson Blu 1919 Hótel í Reykjavík er nýr þátttakandi í gæðakerfi Vakans. Hótelið hefur nú farið í gegnum og staðist gæðaúttekt Vakans sem byggð er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum Hotelstars.eu. Samkvæmt þeim flokkast Radisson Blu 1919 sem fjögurra stjörnu hótel.
Lesa meira
14.11.2016
Fyrirtækið Asgard Beyond hlaut nýlega viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta.
Lesa meira
01.11.2016
Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Arcanum hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar fyrir afþreyingu þá hlýtur gistiheimili fyrirtækisins einnig viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili í Vakanum.
Lesa meira
24.10.2016
Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira
05.09.2016
Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í september liggur nú fyrir.
Lesa meira
26.08.2016
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík hefur lokið innleiðingu Vakans með glæsibrag en auk gæðaflokkunar þá hlýtur miðstöðin brons í umhverfisþætti Vakans. Áður hafa sjötíu og eitt ferðaþjónustufyrirtæki hlotið Vakann, þar af eru fimmtíu með umhverfisflokkun. Yfir áttatíu ferðaþjónustufyrirtæki eru nú í úttektarferli Vakans
Lesa meira
05.07.2016
Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Iceland Unlimited hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar þá hlýtur fyrirtækið brons í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira
07.06.2016
Viðmið í Vakanum fyrir tjaldsvæði eru tilbúin og samþykkt af stýrihóp Vakans. Um er að ræða sjöttu viðmiðin í gistihlutanum. Þetta er jafnframt ákveðinn lokaáfangi gæða- og umhverfiskerfisins því þar með eru öll viðmið sem lagt var upp með í upphafi tilbúin og orðin opinber.
Lesa meira
06.06.2016
Terra Nova og systurfélagið Iceland Tours hlutu á dögunum viðurkenningu Vakans og eru því fullgildir þátttakendur í Vakanum. Jafnframt fékk fyrirtækið bronsmerki í umhverfiskerfi Vakans.
Lesa meira
02.05.2016
Ferða- og köfunarþjónustufyrirtækið Scuba Iceland hlaut í dag gæðaviðurkenningu Vakans. Scuba Iceland var stofnað árið 2008 og hefur aðallega lagt áherslu á ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn í köfun og yfirborðsköfun, í Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira