Fyrirtækið Asgard Beyond hlaut nýlega viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta.
Ragnar Þór Þrastarson meðeigandi og leiðsögumaður hjá Asgard sem tók við viðurkenningu Vakans, ásamt Ásdísi Dögg Ómarsdóttur framkvæmdastjóra, sagði af því tilefni: "Íslensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Fyrirtækin í greininni bera ábyrgð á sífellt fleiri gestum ár hvert og þurfa að sýna í verki að þeirri ábyrgð sé mætt. Asgard - Beyond einsetur sér að skara fram úr þegar kemur að þjónustu gesta, öryggismálum og menntun leiðsögumanna, en með þeirri sýn sóttum við um aðild að gæðakerfi Vakans. Með því að ganga í Vakann verður til ákveðið utanumhald um öryggismál fyrirtækja ásamt því að umhverfisstefna og aðgerðir í umhverfismálum verða virkari. Við erum stolt af því að stuðla að auknum gæðum í ferðaþjónustu á Íslandi og teljum að Vakinn sé lyftistöng fyrir alla þá sem taka þátt.
Við hjá Vakanum bjóðum fyrirtækið innilega velkomið í Vakann og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur.