Gæðaviðmið

  • Hér að neðan er að finna gæðaviðmið Vakans fyrir fyrirtæki sem bjóða ferðamönnum ýmsa þjónustu aðra en gistingu. Gæðaviðmið fyrir gistingu má hins vegar finna hér.
  • Mikilvægt er að kynna sér gæðaviðmiðin vandlega áður en umsókn er send inn.
  • Fyrirtæki sem óska eftir vottun Vakans þurfa að uppfylla almennu gæðaviðmiðin ásamt sértækum gæðaviðmiðum sem eiga við starfsemina. 

Ný útgáfa gæða- og umhverfisviðmiðanna sem tók gildi 1. janúar 2022 

Við endurskoðun viðmiðanna var nýr staðall frá samtökunum Adventure Travel Trade Association (ATTA) hafður til hliðsjónar svo og staðlar ISO fyrir ævintýraleiðsögn. Ennfremur hefur verið haft samráð við ýmsa hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Helstu breytingar frá fjórðu útgáfu eru eftirfarandi: 

  • Aukin áhersla á umhverfismál og sjálfbærni.
  • Aukin áhersla á þrif og sóttvarnir.
  • Aukin áhersla á upplýsingar til viðskiptavina.
  • Orðalag viðmiða og röðun endurskoðuð og uppfærð og endurtekningum fækkað.
  • Nokkrum nýjum viðmiðum bætt við og önnur tekin út.

Til að fá nánari upplýsingar um breytingar á viðmiðunum vegna 5. útgáfu er velkomið að hafa samband á vakinn@vakinn.is

Almenn gæðaviðmið 

Öll viðmið í almennu gæðaviðmiðunum þurfa að vera uppfyllt. Í þeim tilfellum þar sem viðmið eru stjörnumerkt þarf að senda inn gögn/eða myndir til staðfestingar á því hvernig fyrirtækið uppfyllir viðmiðin.

Almennu viðmiðin skiptast í eftirfarandi kafla:

  1. Upplýsingagjöf 
  2. Stjórnun og mannauðsmál
  3. Öryggi og hreinlæti
  4. Umhverfismál

Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa samkvæmt siðareglum Vakans.

 

 

Almenn gæðaviðmið 5. útg. með leiðbeiningum og útskýringum

Almenn gæðaviðmið 5. útg.