Við endurskoðun viðmiðanna var nýr staðall frá samtökunum Adventure Travel Trade Association (ATTA) hafður til hliðsjónar svo og staðlar ISO fyrir ævintýraleiðsögn. Ennfremur hefur verið haft samráð við ýmsa hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Helstu breytingar frá fjórðu útgáfu eru eftirfarandi:
Til að fá nánari upplýsingar um breytingar á viðmiðunum vegna 5. útgáfu er velkomið að hafa samband á vakinn@vakinn.is
Öll viðmið í almennu gæðaviðmiðunum þurfa að vera uppfyllt. Í þeim tilfellum þar sem viðmið eru stjörnumerkt þarf að senda inn gögn/eða myndir til staðfestingar á því hvernig fyrirtækið uppfyllir viðmiðin.
Almennu viðmiðin skiptast í eftirfarandi kafla:
Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa samkvæmt siðareglum Vakans.
Ásamt almennu gæðaviðmiðunum þarf að uppfylla sértæk gæðaviðmið sem eiga við starfsemina. Þau eru fyllt út af fulltrúa fyrirtækisins og send til vottunarstofu. Nauðsynlegt er að gefa greinagóðar upplýsingar um það hvernig hvert og eitt viðmið, sem á við starfsemi fyrirtækisins er uppfyllt, t.d. með tilvísun í gæðahandbók, öryggisáætlanir, myndir eða önnur gögn. Sjá dæmi neðar.