Þegar veita á gæðaþjónustu er lykilatriði að setja öryggismálin ávallt í öndvegi. Í Vakanum er lögð mikil áhersla á öryggismál og fyrirtæki sem sækja um í Vakann þurfa að skila vönduðum öryggisáætlunum fyrir alla þjónustu, ferðir og afþreyingu sem boðið er upp á. Slík gögn eru staðfesting á því að farið hafi verið vandlega yfir öryggismálin.
Hér má finna ítarlegar leiðbeiningar um gerð öryggisáætlana.
Ennfremur eru í boði ýmis hjálpargögn sem nýta má í vinnu við gerð öryggisætlana t.d. eyðublöð fyrir áhættumat, og atvikaskýrslu og ýmis dæmi. Sjá hér fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu og hér fyrir gistihlutann.
Söluaðila ber ennfremur að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma ferðir og eða afþreyingu séu með öryggisáætlanir ferða sem þeir framkvæma. Hér má sjá tillögu um það hvernig kallað er eftir slíkri staðfestingu.
Menntun og þjálfun starfsmanna/leiðsögumanna er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum. Í Vakanum eru gerðar miklar kröfur á því sviði, ekki síst þegar um ræðir áhættumeiri ferðir og afþreyingu Sjá nánar í sértækum gæðaviðmiðum fyrir afþreyingu.
Þó farið sé fram á öryggisáætlanir hjá öllum fyrirtækjum í Vakanum er eðli málsins samkvæmt rétt að gera meiri kröfur til fyrirtækja sem bjóða upp á þjónustu, ferðir og eða afþreyingu sem felur í sér meiri áhættu fyrir viðskiptavini. Vakinn flokkar ferðaþjónustu í þrjá flokka sem gefa til kynna hversu umfangsmikilla öryggisáætlana/ráðstafana er krafist í hverju tilfelli.
Flokkur |
Skýring |
Dæmi |
I |
Hætta í daglegu lífi sem við gerum ráð fyrir og umberum. |
Safnaferðir, gönguferðir í þéttbýli. |
II |
Hættur geta skapast vegna reynsluleysis þátttakenda t.d. við meðhöndlun faratækja eða við framandi aðstæður. Slysahætta er til staðar. |
Hestaferðir, gönguferðir í dreifbýli. |
III |
Þátttakandi er settur í þannig aðstæður að hætta er á heilsutjóni ef áhættu er ekki stýrt af þeim sem veitir þjónustuna. |
Köfun, flúðasiglingar, jöklaferðir, hellaskoðun. |
Sjá nánari upplýsingar um flokkunina hér (bls. 3-4).
Samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ber öllum fyrirtækjum að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Þar ber fyrst að telja áhættumat en á vefsíðu Vinnueftirlitsins kemur fram að eftirfarandi þættir skulu skoðaðir:
Á vef Vinnueftirlitsins má finna ýmis hjálpar- og fræðslugögn á þessu sviði, sjá hér. Sérstaklega er bent á vinnuumhverfisvísa, áhættumat lítilla fyrirtækja og OiRA rafrænt verkfæri fyrir gerð áhættumats, verkfærið er til fyrir veitingahús og mötuneyti og skrifstofur, fleiri verkfæri eru í þróun.
Heilbrigt félagslegt umhverfi er mikilvægur hluti öruggs vinnuumhverfis. Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi rit um forvarnir gegn og viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Hér má nálgast leiðbeinandi rit ætluð stjórnendum og starfsfólki.
Alvarleg slys á starfsmönnum (frá vinnu í einn dag auk slysadagsins) ber að tilkynna Vinnueftirlitinu innan viku frá slysinu sbr. lög nr. 46/1980
Eyðublað: Tilkynning um vinnuslys