Umhverfisviðmið og hjálpargögn

Hér er hægt að nálgast umhverfisviðmið fyrir silfur og gullmerki og önnur hjálpar- og fylgigögn sem tengjast umhverfishluta Vakans.

Ef stefnt er að silfur- eða gullmerki þarf m.a. að skila inn grænu bókhaldi fyrirtækisins hvað varðar mælingar, skráningu og vöktun á orkunotkun og úrgangi.

Athugið að ekki er hægt að sækja eingöngu um umhverfisvottun Vakans.

Umhverfisviðmið - silfur og gullmerki

Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Það er samfélagsleg skylda okkar sem störfum í ferðaþjónustu að sýna ábyrgð og finna leiðir til að starfsemin sé eins sjálfbær og frekast er kostur.

Gátlistinn Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu er ekki bara nauðsynlegt fylgigagn fyrir vottun Vakans heldur mjög gott verkfæri fyrir alla ferðaþjónustuaðila til að meta hvernig fyrirtækið þeirra stendur sig með tilliti til sjálfbærni og setja sér markmið á því sviði til framtíðar. Í gátlistanum má finna rúmlega 100 hugmyndir um aðgerðir sem hægt er að grípa til á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu. 

Gátlisti - Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Hjálpargögn

Gagnlegir tenglar og leiðbeiningar

Á síðunni vinn.is má nálgast leiðbeiningar um vistvæn innkaup, þó síðan sé miðuð við opinberan rekstur er þar talsvert af efni sem nýtist almennt í rekstri fyrirtækja.

Fylgigögn

Hér að neðan má finna excel skjal sem hægt er að nýta fyrir grænt bókhald.  Í skjalinu eru síður (flipar) fyrir mælingar á notkun á heitu vatni, rafmagnsnotkun, mælingar á sorpmagni og eldsneytisnotkun ökutækja. Bent er á að þetta verkfæri er fyrst og fremst hugsað fyrir minni fyrirtæki. Stærri fyrirtækjum er bent á að kynna sér aðrar lausnir en til eru fyrirtæki sem bjóða upp á ýmsar hugbúnaðalausnir fyrir umhverfisbókhald til dæmis Klappir.

Til að umhverfisbókhaldið teljist marktækt er mikilvægt að fylla  vandlega út í alla viðeigandi reiti og gefa skýringar á frávikum ef einhver eru. Ekki telst marktækt ef einungis eru gefnar upp heildartölur fyrir notkun.

Vöktun á notkun á heitu vatni, rafmagnsnotkun, úrgangi og eldsneytisnotkun (xls)

Fyrir loftslagsmál, mælingar og markmið má benda á Loftslagsmæli Festu reiknivél sem reiknar út kolefnisspor og er sérstaklega hugsuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í loftlagsaðgerðum og mælingum.