Senda þarf inn umsókn á vef Vakans. Sjá hlekk inn á umsóknareyðublað neðst á þessari síðu.
Þrjár skoðunar-/vottunarstofur eru í samstarfi við Ferðamálastofu vegna úttekta (sjá neðar). Hægt er að óska eftir tilboðum frá þeim.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér eftirfarandi áður en umsókn er send inn:
Ferðamálastofa innheimtir engin gjöld af umsækjendum eða þátttakendum en greiða þarf skoðunar- eða vottunarstofum fyrir úttektir. Eftirfarandi vottunar- og skoðunarstofur bjóða upp á úttektir fyrir Vakann:
Ferðamálastofa hefur reglulegt samráð við vottunar- og skoðunarstofurnar og fundar m.a. formlega með þeim tvisvar á ári.
Ef þú hefur spurningar eða vantar ráðleggingar þá er velkomið að hafa samband við okkur með því að senda póst á vakinn@vakinn.is eða með því að hringja í 535 5500 og við svörum þér eins fljótt og unnt er.