Aðgangur að fræðslu-og hjálpargögnum.
Skýrari stefna og aukin færni við rekstur gististaðarins.
Bætt öryggi og velferð gesta og starfsmanna.
Gæðastimpill (stjörnuflokkun) fyrir gististaðinn sem byggir á faglegri úttekt.
Samkeppnisforskot og aukin markaðstækifæri.
Margvíslegar kynningar á Vakanum og fyrirtækjum innan hans.
Nöfn fyrirtækja sem eru fullgildir þátttakendur í Vakanum eru birt á heimasíðu Vakans. Jafnframt birtast Vakafyrirtæki efst á VisitIceland síðunni með merki Vakans. Fréttir um ný þátttökufyrirtæki eru birtar á heimasíðum Vakans, Ferðamálastofu og SAF og komið á framfæri á samfélagsmiðlum. Þátttakendum ber að birta merki Vakans á heimasíðu sinni og kynna viðurkenningu Vakans og hvað í henni felst fyrir viðskiptavinum sínum. Best er að vera með tengil inn á ensku síðu Vakans þar sem fram kemur að Vakinn er opinbert gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Kynning á Vakanum og fyrirtækjum sem eru þátttakendur er umtalsverð og má sem dæmi nefna eftirfarandi:
Gististaðir í VAKANUM fá eftirfarandi: