Ávinningur

Ávinningur af þátttöku í Vakanum er margþættur:


 Handleiðsla og ráðgjöf.

 Aðgangur að fræðslu-og hjálpargögnum.

 Skýrari stefna og aukin færni við rekstur gististaðarins.

 Bætt öryggi og velferð gesta og starfsmanna.

 Gæðastimpill (stjörnuflokkun) fyrir gististaðinn sem byggir á faglegri úttekt.

 Samkeppnisforskot og aukin markaðstækifæri.

 Margvíslegar kynningar á Vakanum og fyrirtækjum innan hans.

Aðeins þau fyrirtæki sem standast úttekt Vakans og teljast þar með fullgildir þátttakendur í Vakanum hafa heimild til að nota merki hans. 
 

Kynningarmál VAKANS

Nöfn fyrirtækja sem eru fullgildir þátttakendur í Vakanum eru birt á heimasíðu Vakans. Jafnframt birtast Vakafyrirtæki efst á VisitIceland síðunni með merki Vakans. Fréttir um ný þátttökufyrirtæki eru birtar á heimasíðum Vakans, Ferðamálastofu og SAF og komið á framfæri á samfélagsmiðlum. Þátttakendum ber að birta merki Vakans á heimasíðu sinni og kynna viðurkenningu Vakans og hvað í henni felst fyrir viðskiptavinum sínum. Best er að vera með tengil inn á ensku síðu Vakans þar sem fram kemur að Vakinn er opinbert gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Kynning á Vakanum og fyrirtækjum sem eru þátttakendur er umtalsverð og má sem dæmi nefna eftirfarandi:

  • Auglýsing í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
  • Auglýsing í afþreyingarkerfinu um borð í vélum Icelandair.
  • Auglýsing í Icelandair Info flugblaðinu um borð  í vélum Icelandair.
  • Auglýsingar og kynningar í ferðablöðum.
  • Upplýsingabæklingur um Vakann liggur frammi á upplýsingamiðstöðvum um land allt.
  • Vakinn tekur þátt í Vestnorden og Mid-Atlantik og kynnir þar þátttakendur.
  • Fyrirtæki í Vakanum eru merkt sérstaklega á Visit Iceland vefnum.
  • Vakinn hefur verið og er reglulega kynntur erlendum ferðaskrifstofum.

  

Gististaðir í VAKANUM fá eftirfarandi:

    • Stjörnuskilti fyrir viðeigandi gistiflokk.
    • Innrammað viðurkenningarskjal.
    • Siðareglur.
    • Merki Vakans á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og í prentað efni.
    • Fána Vakans til að flagga utanhúss.