Um Vakann

Vakinn, sem byggður er á Qualmark, nýsjálensku gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu, hefur verið í boði fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki allt frá árinu 2012. Mikil vinna var lögð í að staðfæra kerfið og laga að íslenskum aðstæðum og samráð haft við fjölda aðila úr ferðaþjónustu og sérfræðinga á ýmsum sviðum, bæði í upphafi og í gegnum árin, m.a. við hverja endurskoðun viðmiðanna.

Gæðaviðmið Vakans fyrir hótel byggja á gæðaviðmiðum frá evrópska Hotelstars kerfinu, sem leitt er af Hotrec samtökunum, en viðmið fyrir aðra gistiflokka Vakans byggja á Qualmark.

Ferðamálastofa stýrir Vakanum en verkefnið var upphaflega unnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálasamtök Íslands.

Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Vakinn er verkfæri á leið til sjálfbærni og til að auka gæði og öryggi. Viðmið Vakans veita leiðsögn og þeim fylgja margvísleg hjálpargögn sem má nýta til að bæta reksturinn og starfshætti í fyrirtækinu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 Fjölmörg atriði í gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans svo og gátlistanum Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu, endurspegla þau markmið sem fram koma í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.


    Umhverfi, gæði, fagmennska, samvinna, heiðarleiki og hreinleiki eru gildi íslenskrar ferðaþjónustu  (Ferðamálaáætlun 2011-2020) 


 

Starfsmenn Ferðamálastofu sem starfa við Vakann

Alda Þrastardóttir Áslaug Briem Elías Gíslason  
Alda Þrastardóttir
Verkefnastjóri
alda[hjá]ferdamalastofa.is    
Áslaug Briem 
Verkefnastjóri
aslaug[hjá]ferdamalastofa.is    
Elías Bj. Gíslason
Forstöðumaður
elias[hjá]ferdamalastofa.is     
 

Úrskurðarnefnd

Á Ferðamálastofu er starfandi úrskurðarnefnd sem hefur það hlutverk að taka afstöðu í álitamálum og leysa úr ágreiningsmálum sem tengjast úttektum og upp kunna að koma á milli umsækjenda/þátttakanda í Vakanum og úttektaraðila.

Ef koma þarf á framfæri ábendingum eða kvörtun vegna vottaðra fyrirtækja má senda þær á netfangið vakinn@vakinn.is en viðkomandi vottunar- og skoðunarstofa fer almennt með meðferð slíkra kvartana.


Þakklæti fyrir aðstoð

Ferðamálastofa vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sérfræðinga úr ferðaþjónustu sem hafa komið að gerð gæðaviðmiðanna.