Fréttir

Endurskoðuð gæðaviðmið fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu á ensku

Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans í enskri þýðingu, ensk útgáfa umhverfisviðmiða er væntanleg á vefinn innan skamms.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði komin inn

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er nýjasti meðlimur Vakans. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin sem og á eigin vegum en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina.
Lesa meira

Úlfljótsvatn fyrsta tjaldsvæðið og hostelið í Vakann

Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn er nýjasti liðsmaður Vakans. Nýverið bættust við gæðaviðmið fyrir tjaldsvæði og hostel í Vakann og Úlfljótsvatn er fyrst allra að hljóta þær viðurkenningar. Skátar – til hamingju!
Lesa meira

Hótel Tindastóll til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Hótel Tindastóll hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans. Til hamingju Skagfirðingar!
Lesa meira

Into the Glacier 100. þátttakandinn í Vakanum!

Það er okkur sönn ánægja að bjóða Into the Glacier velkomin í hóp þátttakenda í Vakanum en fyrirtækið er 100. fyrirtækið, sem slæst í hópinn! Afhendingin fór fram þann 13. júlí þar sem Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri afhenti Sigurði Skarphéðinssyni framkvæmdastjóra Into the Glacier viðurkenningarskjalið.
Lesa meira

Endurskoðuð gæða- og umhverfisviðmið Vakans

Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans ásamt endurskoðuðum umhverfisviðmiðum.
Lesa meira

Friðheimar til liðs við Vakann

Friðheimar í Reykholti í Bláskógabyggð er nýjasti þátttakandinn í Vakanum og fyrsta fyrirtækið í uppsveitum Árnessýslu til að fá viðurkenningu Vakans. Hún var afhent við hátíðlega athöfn í gær og við sama tækifæri vígt nýtt hús sem hýsir eldhús, skrifstofur og fundaraðstöðu.
Lesa meira

Extreme Iceland í Vakann

Extreme Iceland hlaut nýverið viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta.
Lesa meira

Hótel Bifröst þátttakandi í Vakanum

Í dag fékk Hótel Bifröst gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Bifröst nú sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Óskum við öllum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Lesa meira

Fyrsta þriggja stjörnu superior hótelið á Íslandi

Það er með sannri ánægju sem við segjum frá því að Hótel Vestmannaeyjar er nýjasti þátttakandinn í Vakanum og flokkast nú sem þriggja stjörnu hótel superior, fyrst hótela á Íslandi. Einnig fær Hótel Vestmannaeyjar bronsmerki í umhverfishluta Vakans.
Lesa meira