Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans í enskri þýðingu, ensk útgáfa umhverfisviðmiða er væntanleg á vefinn innan skamms.
Ný og endurskoðuð útgáfa almennra og sértækra gæðaviðmiða Vakans ásamt endurskoðuðum umhverfisviðmiðum var birt um mitt sumar. Í flestum tilvikum er um að ræða 3. útgáfu sértækra gæðaviðmiða. Einnig hefur verið bætt við nýjum sértækum gæðaviðmiðum í takt við aukna fjölbreytni í framboði á afþreyingu. Má til dæmis nefna sértæk gæðaviðmið fyrir íshellaskoðun og þyrluflug.
Nánari upplýsingar og gæðaviðmiðin á ensku er að finna hér, íslenska útgáfu gæðaviðmiðanna er að finna hér.