Gæðaviðmið fyrir hostel hafa litið dagsins ljós og eru aðgengileg til skoðunar hér á heimasíðu Vakans. Þar með eru gistiflokkarnir orðnir fjórir talsins, sem hægt er að sækja um stjörnuflokkun í, en hinir eru hótel, gistiheimili og heimagisting.
Gæðaviðmið fyrir orlofsíbúðir og bústaði svo og tjaldsvæði koma inn síðar á árinu. Eins og með önnur viðmið þá voru hostelviðmiðin unnin í samvinnu við aðila sem koma að rekstri slíkrar tegundar gistingar og er þeim þakkað þeirra framlag.
Mikill vöxtur er í Vakanum um þessar mundir og listinn yfir þau fyrirtæki sem eru í ferli fer ört stækkandi, nú eru alls 93 fyrirtæki í ferli, mislangt komin þó.