Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Aukin áhersla á sjálfbærni getur fært fyrirtækjum margvísleg tækifæri og ávinning, bæði ímyndarlegan og fjárhagslegan en jafnframt er nú orðin skýr krafa um að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar. 

Gátlistinn hér að neðan er gott verkfæri til að sjá hvar fyrirtækið er statt á þessu sviði, sjá hvar hægt er að gera betur og til að setja sér markmið. Hann inniheldur fjölmargar hugmyndir og tillögur að aðgerðum í eftirfarandi köflum:

  1. Stjórnun og starfshættir
  2. Innkaup og auðlindir
  3. Orka
  4. Úrgangur
  5. Matur
  6. Umhverfi og náttúruvernd
  7. Samfélag
  8. Birgjar og markaður
  9. Upplýsingar til viðskiptavina
  10. Menning

Gátlistinn er fylltur út með því að merkja í viðeigandi reiti eins og við á. Með því að haka í reitinn "færa í aðgerðaráætlun" þegar merkt er við gátlistann verður slík áætlun til aftast í listanum.

Fyrir fyrirtæki í vottunarferli og vottuð fyrirtæki:

    • Nauðsynlegt er að fylla gátlistann vandlega út, vista og senda til úttektarfyrirtækis. 
    • Setja þarf skýringar og athugasemdir eins og hægt er.
    • Í aðgerðaáætlun þarf að fylla út í alla reiti, útskýra hvernig tiltekin aðgerð verður framkvæmd, skrá fyrirhuguð verklok og hver sé ábyrgðaraðili. Að lágmarki þurfa að vera fjögur atriði á aðgerðaáætluninni.
    • Mikilvægt er að endurskoða aðgerðaráætlun árlega  út frá gátlistanum og setja ný markmið.

Gátlisti

1.
Stjórnun og starfshættir
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
1.1.
Vinna sjálfbærnistefnu fyrir fyrirtækið.
1.2.
Kynna hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta ásamt stefnu fyrirtækisins fyrir starfsfólki.
1.3.
Endurskoða stefnuna reglulega.
1.4.
Halda reglulega fræðslu og vinnufundi með starfsfólki og hvetja það til að láta í ljós skoðanir sínar og hugmyndir um umhverfismál, sjálfbærni og hvernig fyrirtækið getur gert betur á því sviði.
1.5.
Veita starfsfólki fræðslu um hlutverk þeirra og skyldur varðandi mannréttindamál.
1.6.
Tengja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við stefnu og starfsemi fyrirtækisins með þátttöku starfsfólks.
1.7.
Fara yfir og bæta aðgengi og þjónustu við fatlaða og fólk með ýmsar sérþarfir.
1.8.
Meta ánægju viðskiptavina reglulega (þjónustukönnun).
1.9.
Meta fjárhagslega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
1.10.
Meta umhverfislega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
1.11.
Meta samfélagslega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
1.12.
Vinna árlega skýrslu um frammistöðu á sviði sjálfbærni.
1.13.
Færa grænt bókhald og setja mælanleg markmið í tengslum við það.
1.14.
Reikna kolefnisspor fyrirtækisins árlega.
1.15.
Setja markmið um að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.
1.16.
Kolefnisjafna starfsemina með mótvægisaðgerðum.
1.17.
Leggja mat á mengun sem hlýst af starfsemi fyrirtækisins t.d. loftmengun, jarðvegsmengun, vatnsmengun, hávaðamengun, ljósmengun, sjónmengun.
1.18.
Gera áætlun um aðgerðir til að fara í til að draga úr mengun sem hlýst af starfsemi fyrirtækisins.
1.19.
Taka saman upplýsingar um lög og reglur er varða náttúru, umhverfi, menningu og sögu sem eiga við starfsemi fyrirtækisins.
1.20.
Vinna og innleiða mannréttindastefnu sem fjallar m.a. um: Virðingu fyrir nærsamfélögum, réttindi launafólks og sanngjarna starfshætti, aðgerðir gegn mismunun og áreitni, aðgengi fyrir alla, þjálfun starfsfólks, gagnsæi og samráð við hagsmunaaðila.
1.21.
Annað - skrá hér
1.22.
2.
Innkaup og auðlindir
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
2.1.
Innleiða innkaupastefnu sem stuðlar að sjálfbærni.
2.2.
Huga að líftímakostnaði við innkaup og aðrar ákvarðanir.
2.3.
Kaupa vörur úr nágrenninu eins og kostur er.
2.4.
Skipuleggja pantanir og innkaup til að fækka ferðum.
2.5.
Velja vörur án umbúða, í sem minnstum umbúðum, stórumbúðum eða umbúðum sem hægt er að endurnota.
2.6.
Forðast kaup á einnota vörum.
2.7.
Bjóða eingöngu upp á margnota borðbúnað (diska, glös, kaffimál, hrærur, hnífapör).
2.8.
Nota efni sparlega og draga úr notkun eiturefna, þ.m.t. hreinsiefna.
2.9.
Kaupa umhverfismerkta eða lífrænt vottaða vöru þar sem það er mögulegt.
2.10.
Kaupa siðgæðisvottaðar vörur (Fairtrade) ef kostur er.
2.11.
Setja upp vatnssparandi tæki og búnað.
2.12.
Draga úr vatnsnotkun, láta vatn aldrei renna að óþörfu.
2.13.
Bjóða kranavatn í stað flöskuvatns.
2.14.
Haga innkaupum þannig að enginn óþarfi sé keyptur.
2.15.
Prenta sem minnst út og aðeins ef sérstök ástæða þykir til.
2.16.
Afþakka allan fjölpóst.
2.17.
Nota vistvæn byggingarefni og aðferðir við framkvæmdir.
2.18.
2.19.
3.
Orka
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
3.1.
Viðhalda kæli- og hitakerfum vel og reglulega.
3.2.
Viðhalda loftræstikerfum vel og reglulega og nota þau í hófi.
3.3.
Mæla og skrá orkunotkun reglulega miðað við flatarmál, rúmmál, nýtingarhlutfall eða fjölda gesta.
3.4.
Gera áætlun um minni orkunotkun með hliðsjón af mælingum.
3.5.
Skipta öllum glóperum út fyrir LED perur.
3.6.
Kaupa aðeins tæki og búnað í besta flokki orkumerkinga sem í boði er samkvæmt orkuflokkun Evrópusambandsins (ekki lægri en D samkvæmt nýju orkuflokkunum og ekki lægri en A samkvæmt gömlu merkingunum).
3.7.
Setja áminningu við rofa og útgönguleiðir þar sem minnt er á að slökkva ljós, slökkva á raftækjum og loka gluggum.
3.8.
Kaupa eingöngu bíla sem ganga fyrir innlendum orkugjöfum.
3.9.
Þjálfa bílstjóra í vistakstri.
3.10.
Koma upp a.m.k. einni hleðslustöð hjá fyrirtækinu fyrir rafbíla.
3.11.
Stuðla að og hvetja til vistvæns ferðamáta starfsmanna.
3.12.
Stuðla að og hvetja til vistvænna flutninga á vöru, samnýtingu ferða o.s.frv.
3.13.
3.14.
4.
Úrgangur
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
4.1.
Gera áætlun um aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs í tengslum við innkaup á ýmsum vörum.
4.2.
Forðast allar einnota plastumbúðir t.d. á herbergjum gesta (sápur, sjampó, tannbursta, krem, mjólk, sykur, kakó) og skipta þeim út fyrir vörur úr umhverfisvænum efnum eða margnota vörur í stærri umbúðum.
4.3.
Tryggja gott aðgengi gesta að flokkunarílátum.
4.4.
Merkja flokkunarílát samkvæmt merkingarkerfi FENÚR (sjá nánar á https://fenur.is/taknmyndabanki/)
4.5.
Endurnota pappír og pappa.
4.6.
Reyna að endurnota vöru, selja hana eða gefa að notkun lokinni.
4.7.
Skila flokkuðum úrgangi í endurvinnslu.
4.8.
Skila textílúrgangi í endurvinnslu.
4.9.
Skila gömlum og ónýtum raftækjum í endurvinnslu.
4.10.
Skila lyfjaafgöngum í apótek.
4.11.
Koma lífrænum úrgangi í jarðgerð.
4.12.
Upplýsa starfsmenn reglulega um árangur flokkunar og magn úrgangs.
4.13.
Vinna með sveitarfélögum og úrgangsfyrirtækjum að lausnum í úrgangsmálum.
4.14.
4.15.
5.
Matur
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
5.1.
Fræða starfsfólk um matarsóun.
5.2.
Hvetja starfsfólk til að draga úr matarsóun með því að hafa upplýsingar í kaffistofu/mötuneyti (t.d. plaköt, áminningarlímmiðar eða ísskápaseglar með upplýsingum).
5.3.
Hafa a.m.k. einn dag í viku þar sem boðið er upp á afganga (á aðallega við um starfsfólk).
5.4.
Gefa starfsfólki möguleika á að taka með sér afganga og vörur sem eru að renna út í lok dags/lok viku.
5.5.
Koma matarafgöngum til góðgerðarsamtaka þar sem það á við og í þeim tilfellum sem hægt er.
5.6.
Skipuleggja matseðil út frá dagsetningum matvæla.
5.7.
Raða matvælum í ísskápa þannig að elstu matvælin séu alltaf fremst.
5.8.
Leggja áherslu á að kaupa og bjóða matvöru úr nærumhverfinu.
5.9.
Fræða starfsfólk um íslenska og svæðisbundna matarmenningu.
5.10.
Kynna íslenska matarmenningu fyrir gestum og bjóða upp á þjóðlega rétti.
5.11.
Mæla og fylgjast með magni matarúrgangs.
5.12.
5.13.
6.
Umhverfi og náttúruvernd
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
6.1.
Taka þátt í uppgræðslu lands.
6.2.
Vinna með öðrum gegn útbreiðslu ágengra tegunda.
6.3.
Kynna sér lög og reglur um friðlýst svæði t.d. náttúruvé, þjóðgarðar, friðlönd, verndarsvæði, fólkvangar o.fl. Miðla viðeigandi upplýsingum til starfsfólks og viðskiptavina.
6.4.
Fylgja leiðbeiningum um fráveitumál.
6.5.
Fylgjast með því sem fer ofan í niðurföll.
6.6.
Fara yfir reglur um geymslu, notkun og förgun ýmissa efna, t.d. spilliefna o.fl.
6.7.
Vinna að bættum merkingum (sem stuðla að stýringu á umferð á viðkvæmum svæðum).
6.8.
Styðja við eða taka þátt í umhverfisrannsóknum.
6.9.
Styðja við náttúrverndarsamtök.
6.10.
Innleiða aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
6.11.
Stuðla að fræðslu um náttúruvernd.
6.12.
Huga að aðgerðum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem hlýst af starfseminni.
6.13.
Setja skýrar reglur um lausagang bifreiða.
6.14.
Nota aðrar gerðir vetrardekkja undir bíla fyrirtækisins en nagladekk, eins og kostur er.
6.15.
Stuðla að bættu aðgengi og stígagerð í nær og/eða fjær umhverfi.
6.16.
Nota staðbundin viðeigandi, umhverfisvæn og sjálfbær efni þegar mannvirki eru endurnýjuð, gerðar viðbætur við núverandi byggingar eða nýjar byggingar smíðaðar.
6.17.
Nota innlendar plöntutegundir eins mikið og mögulegt er m.a. til landmótunar og uppgræðslu.
6.18.
Kynna líffræðilega fjölbreytni svæðisins fyrir starfsfólki og viðskiptavinum og hvernig fyrirtækið styður við hana.
6.19.
6.20.
7.
Samfélag
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
7.1.
Mynda langtímasambönd og styðja og styrkja samfélagshópa (t.d. menningarstarfsemi, íþróttafélög, náttúruverndarsamtök, hjálparsamtök o.fl.).
7.2.
Styðja einstök málefni í nærsamfélaginu til skamms tíma, t.d. menningar- og listviðburði, frumkvöðlastarfsemi, íþróttaviðburði o.fl.
7.3.
Gefa framleiðsluvöru eða þjónustu til samfélagsverkefna.
7.4.
Gefa notaðan búnað til skóla eða samfélagshópa.
7.5.
Taka sæti í nefnd eða stjórn samtaka í nærsamfélaginu.
7.6.
Deila reynslu og þekkingu til fyrirtækja og hópa í nærsamfélaginu sem leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu og vörur.
7.7.
Vinna með öðrum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu.
7.8.
Selja eingöngu minjagripi sem eru framleiddir í nágrenninu og/eða á Íslandi.
7.9.
Bjóða upp á starfsnám í ferðaþjónustu.
7.10.
Beina viðskiptum fyrirtækisins til birgja í nærsamfélaginu eins og kostur er.
7.11.
Nýta staðþekkingu og starfskrafta heimamanna.
7.12.
Kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir nærsamfélaginu, t.d. með því að halda opið hús fyrir heimamenn.
7.13.
Vinna með sveitarstjórn að stefnumótun fyrir samfélagið með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
7.14.
7.15.
7.16.
8.
Birgjar og markaður
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
8.1.
Þekkja lykilstofnanir eða samtök sem skipta mestu máli fyrir sjálfbærni fyrirtækisins.
8.2.
Vinna með aðilum í viðskiptalífinu að breytingum í samfélaginu og í ferðaþjónustu svæðisins.
8.3.
Kanna ánægju viðskiptavina með frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfismála og sjálfbærni.
8.4.
Kanna frammistöðu birgja og samstarfsaðila á sviði sjálfbærni.
8.5.
Kanna frammistöðu helstu keppinauta á sviði sjálfbærni.
8.6.
Leita markaðstækifæra sem tengjast góðum málefnum.
8.7.
Vita hvar helstu hráefni eru framleidd og hvernig staðið er að framleiðslunni.
8.8.
Upplýsa birgja um áherslur og kröfur fyrirtækis á sviði sjálfbærni.
8.9.
Leita samstarfs við birgja og samkeppnisaðila um vistvæna flutninga.
8.10.
8.11.
9.
Upplýsingar til viðskiptavina
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
9.1.
Kynna umhverfis- og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins fyrir viðskiptavinum og hvernig þeir geti lagt málefninu lið.
9.2.
Birta aðgerðaáætlun á sviði sjálfbærni á vefsíðu.
9.3.
Endurskoða markaðsefni og leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu.
9.4.
Kynna skýrslu um frammistöðu fyrirtækisins á sviði sjálfbærni.
9.5.
Hvetja viðskiptavini til að spara vatn, hita og rafmagn.
9.6.
Hvetja gesti til að nota sömu handklæði oftar.
9.7.
Minna viðskiptavini á að henda engum föstum efnum (bréfþurrkur, dömubindi, eyrnapinnar o.s.frv.) í salerni.
9.8.
Upplýsa viðskiptavini um uppruna og gæði kranavatns.
9.9.
Fræða viðskiptavini um náttúru, sögu, menningu og menningararfleið nærumhverfis.
9.10.
Setja góðar upplýsingar um aðgengi fyrir fatlaða á vef fyrirtækisins.
9.11.
Hvetja viðskiptavini til að huga að umhverfisvænum samgöngumáta.
9.12.
9.13.
9.14.
10.
Menning
Þarfnast athugunar Er gert/lokið Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
10.1.
Fara yfir og bæta við kynningarefni fyrirtækisins sem fjallar um menningu og sögu (styðjast við áreiðanlegar heimildir).
10.2.
Halda vinnufund með starfsfólki og fá fram umræðu og hugmyndir um hvernig má leggja áherslu á íslenska tungu, menningu, og menningararfleifð í starfseminni og í kynningarefni.
10.3.
Styrkja og hvetja starfsfólk, sem talar ekki íslensku, til að sækja íslenskunámskeið.
10.4.
Kynna fyrir starfsfólki sögulegt, menningarlegt og umhverfislegt mikilvægi svæða, staða og bygginga, sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.
10.5.
Fara yfir minjagripi og aðrar vörur sem eru til sölu hjá fyrirtækinu og leitast við að bjóða vörur sem eru framleiddar í nærsamfélaginu eða á Íslandi.
10.6.
Leggja áherslu á íslenska hönnun og nota sem mest efni úr nærumhverfinu í tengslum við matargerð, skreytingar o.fl.
10.7.
Styrkja og styðja við menningarstarfsemi í nærsamfélaginu.
10.8.
10.9.
10.10.

Aðgerðaáætlun

Aðgerð Hvernig framkvæmt Áætluð verklok, dags. Verki lokið, dags. Ábyrgðaraðili
Bæta nýrri línu við