Aukin áhersla á sjálfbærni getur fært fyrirtækjum margvísleg tækifæri og ávinning, bæði ímyndarlegan og fjárhagslegan en jafnframt er nú orðin skýr krafa um að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.
Gátlistinn hér að neðan er gott verkfæri til að sjá hvar fyrirtækið er statt á þessu sviði, sjá hvar hægt er að gera betur og til að setja sér markmið. Hann inniheldur fjölmargar hugmyndir og tillögur að aðgerðum í eftirfarandi köflum:
- Stjórnun og starfshættir
- Innkaup og auðlindir
- Orka
- Úrgangur
- Matur
- Umhverfi og náttúruvernd
- Samfélag
- Birgjar og markaður
- Upplýsingar til viðskiptavina
- Menning
Gátlistinn er fylltur út með því að merkja í viðeigandi reiti eins og við á. Með því að haka í reitinn "færa í aðgerðaráætlun" þegar merkt er við gátlistann verður slík áætlun til aftast í listanum.
Fyrir fyrirtæki í vottunarferli og vottuð fyrirtæki:
- Nauðsynlegt er að fylla gátlistann vandlega út, vista og senda til úttektarfyrirtækis.
- Setja þarf skýringar og athugasemdir eins og hægt er.
- Í aðgerðaáætlun þarf að fylla út í alla reiti, útskýra hvernig tiltekin aðgerð verður framkvæmd, skrá fyrirhuguð verklok og hver sé ábyrgðaraðili. Að lágmarki þurfa að vera fjögur atriði á aðgerðaáætluninni.
- Mikilvægt er að endurskoða aðgerðaráætlun árlega út frá gátlistanum og setja ný markmið.
1.
Stjórnun og starfshættir
|
Þarfnast athugunar |
Er gert/lokið |
Á ekki við hér |
Færa í aðgerðaáætlun |
Skýringar/athugasemdir |
1.1.
Vinna sjálfbærnistefnu fyrir fyrirtækið.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.2.
Kynna hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta ásamt stefnu fyrirtækisins fyrir starfsfólki.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.3.
Endurskoða stefnuna reglulega.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.4.
Halda reglulega fræðslu og vinnufundi með starfsfólki og hvetja það til að láta í ljós skoðanir sínar og hugmyndir um umhverfismál, sjálfbærni og hvernig fyrirtækið getur gert betur á því sviði.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.5.
Veita starfsfólki fræðslu um hlutverk þeirra og skyldur varðandi mannréttindamál.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.6.
Tengja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við stefnu og starfsemi fyrirtækisins með þátttöku starfsfólks.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.7.
Fara yfir og bæta aðgengi og þjónustu við fatlaða og fólk með ýmsar sérþarfir.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.8.
Meta ánægju viðskiptavina reglulega (þjónustukönnun).
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.9.
Meta fjárhagslega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.10.
Meta umhverfislega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.11.
Meta samfélagslega frammistöðu fyrirtækisins árlega.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.12.
Vinna árlega skýrslu um frammistöðu á sviði sjálfbærni.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.13.
Færa grænt bókhald og setja mælanleg markmið í tengslum við það.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.14.
Reikna kolefnisspor fyrirtækisins árlega.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.15.
Setja markmið um að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.16.
Kolefnisjafna starfsemina með mótvægisaðgerðum.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.17.
Leggja mat á mengun sem hlýst af starfsemi fyrirtækisins t.d. loftmengun, jarðvegsmengun, vatnsmengun, hávaðamengun, ljósmengun, sjónmengun.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.18.
Gera áætlun um aðgerðir til að fara í til að draga úr mengun sem hlýst af starfsemi fyrirtækisins.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.19.
Taka saman upplýsingar um lög og reglur er varða náttúru, umhverfi, menningu og sögu sem eiga við starfsemi fyrirtækisins.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.20.
Vinna og innleiða mannréttindastefnu sem fjallar m.a. um: Virðingu fyrir nærsamfélögum, réttindi launafólks og sanngjarna starfshætti, aðgerðir gegn mismunun og áreitni, aðgengi fyrir alla, þjálfun starfsfólks, gagnsæi og samráð við hagsmunaaðila.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.21.
Annað - skrá hér
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|
1.22.
|
☐
|
☐
|
☐
|
☐
|
|