Þetta námskeið er hinn gullni staðall í skyndihjálparmenntun leiðsögumanna í hverskonar ævintýraferðamennsku og er einnig krafa Vakans fyrir flestar tegundir ævintýraferðamennsku á Íslandi. Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið sem er opið öllum leiðsögumönnum sem og öðru útivistarfólki.
Fáist næg þátttaka er stefnt á að halda annað námskeið dagana 4. - 13. febrúar. Bæði námskeiðin verða haldin á Reykjvíkursvæðinu og eru í samvinnu við NOLS USA. Námskeiðin eru kennd á ensku af erlendum leiðbeinendum.
Verð fyrir námskeiðið er 135.000 kr.