Samstarfsaðilar um gæða- og umhverfisúttektir

Ferðamálastofa auglýsir eftir óháðum skoðunar- eða vottunarstofum til að annast úttektir hjá þátttakendum í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Viðkomandi fyrirtæki þurfa:

  • Að vera sérhæfð í úttektum og vottunum og starfa samkvæmt eftirfarandi stöðlum: ISO 17021 eða ISO 17065.
  • Að geta tryggt hlutleysi, trúverðugleika og fagmennsku úttektaraðila.
  • Að hafa burði til að taka út ferðaþjónustufyrirtæki allstaðar á landinu.
  • Að hafa nægjanlega marga úttektaraðila með viðeigandi hæfni og þekkingu á ferðaþjónustu á Íslandi.

Nánari upplýsingar

Úttektaraðilar þurfa að sitja námskeið Ferðamálastofu um Vakann og gildandi gæða- og umhverfisviðmið kerfisins.

Verkefnið verður nánar skilgreint í samningi á milli aðila þar sem nákvæm lýsing á fyrirkomulagi mun koma fram.

Umsókn ásamt vandaðri greinargerð um hæfni umsækjenda og sýn á verkefnið skal senda til Áslaugar Briem hjá Ferðamálastofu á netfangið aslaug@ferdamalastofa.is, eigi síðar en 23. nóvember næstkomandi.

Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að synja umsóknum sem ekki teljast uppfylla ofangreindar kröfur.

Nánar má fræðast um Vakann á www.vakinn.is