Ferðamálastofa og VAKINN hafa nú gefið út 3. útgáfu af ritinu Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu.
Áhættustjórnun og gerð áhættumats
Í nýju útgáfunni, sem var unnin í samvinnu við sérfræðinga hjá Eflu verkfræðstofu, eru þær breytingar helstar að kaflinn sem fjallar um áhættustjórnun og gerð áhættumats hefur breyst umtalsvert og er nú byggður á alþjóðlega staðlinum ISO 31.000 um áhættustjórnun. Nýtt og betra eyðublað er nú til fyrir áhættumat (áhættuskrá og aðgerðir) og einnig hefur eyðublað fyrir atvikaskráningu verið endurbætt og er nú hægt að fylla það út og vista á rafrænan hátt.
Nýtt flokkunarkerfi
Aðrar breytingar snúa að kynningu á nýju flokkunarkerfi ferðaþjónustunnar sem fjallar um flokkun á starfsemi ferðaþjónustuaðila eftir þeirri hættu sem starfsemin felur í sér fyrir viðskiptavini. Þá er umfjöllun um Leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustuaðila sem voru gefnar út á árinu 2013 og loks hefur uppsetningu ritsins verið breytt lítilsháttar frá 2. útgáfu.
Sjá nánar undir liðnum "Hjálpargögn"