Midgard er nú komið með alla sína starfsemi í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð fyrir ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Ferðaskrifstofuhluti Midgard, Midgard Adventure hefur verið í Vakanum síðan árið 2015.
Nú er Midgard Base Camp einnig búið að fá Vaka vottun. Midgard Base Camp býður upp á gistingu, bæði prívatherbergi og kojuherbergi og rekur einnig veitingastað. Fyrir alla starfsemina er Midgard síðan þar að auki með bronsvottun í umhverfishluta Vakans.