Námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja

Ráðgjafafyrirtækið Thorp ehf býður nú ferðaþjónustufyrirtækjum sem hyggja á þátttöku í VAKANUM upp á hagnýtt og hnitmiðað námskeið.

Ráðgjafafyrirtækið Thorp ehf býður nú ferðaþjónustufyrirtækjum sem hyggja á þátttöku í VAKANUM upp á hagnýtt og hnitmiðað námskeið.

Er þitt fyrirtæki á leið í VAKANN? - Námskeið

Ráðgjafafyrirtækið Thorp ehf býður nú ferðaþjónustufyrirtækjum upp á hnitmiðað, eins dags námskeið sem miðar að því að undirbúa stjórnendur fyrirtækja fyrir gæða- og umhverfiskerfið VAKANN. Undirbúningurinn felst í því að skoða, ræða og móta svör við nokkrum lykilspurningum í rekstri, eins og:

  • Er stefna fyrirtækisins skýr? 
  • Er varan/þjónustan tilbúin? 
  • Er markhópurinn skýr, mælanlegur, þekktur? 
  • Eru gæðamál höfð í öndvegi? 
  • Hver eru markmið fyrirtækisins?


Allt eru þetta lykilspurningar, sem nauðsynlegt er að kunna skil á, ætli stjórnendur fyrirtækja að standast kröfur VAKANS, en ekki síður til að halda velli í sífellt harðnandi samkeppni.

Leiðbeinandi er Þorgeir Pálsson, sem hefur yfir 24 ára reynslu úr íslensku atvinnulífi, m.a. 9 ár hjá Útflutningsráði Íslands (nú Íslandsstofu). Þorgeir hefur unnið talsvert með ferðaþjónustufyrirtækjum og stýrði m.a. Speglinum, verkefni Íslandsstofu, 2011-2012.

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson í síma 899-0020. Einnig má senda post á thorp@thorpconsulting.is

Verð á einstakling er kr. 19.500. Innifalið eru námskeiðsgögn, hádegisverður og léttar veitingar. Fjöldi þátttakenda miðast við 15 manns að lágmarki. Námskeiðið fer fram á Grand Hótel. Stefnt er að því að fyrsta námskeiðið verði 14. mars.

Hefur þú og þitt fyrirtæki gagn af slíkum undirbúningi?

Grand Hótel, 14 mars, 2013, kl 09-17 !
Thorp ehf / Þorgeir Pálsson