Hótel Mikligarður á Sauðárkróki er nýjasti þátttakandi innan Vakans og jafnframt fyrsta tveggja stjörnu superior hótelið á landinu.
Hótel Mikligarður er einn fjögurra gististaða á Sauðárkróki sem rekinn er undir merkjum Arctic Hotels og annar gististaður samstæðunnar sem lýkur innleiðingarferli Vakans. Áður hafði Hótel Tindastóll gengið til liðs við gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og er í dag flokkað sem þriggja stjörnu hótel.
Það er einlægur vilji starfsfólks Arctic Hotels að veita gestum okkar framúrskarandi þjónustu sem einkennist af fagmennsku, þekkingu og umfram allt, sterkri gæðavitund. Vakinn hefur án efa hjálpað okkur í því og tökum við stolt á móti þessari gæðaviðurkenningu. Það er okkur mikið ánægjuefni að vera orðin hluti af Vakanum,“ segir Selma Hjörvarsdóttir hótelstjóri Arctic Hotels.