Nýverið fengu Friðheimar nýtt vottunarskírteini afhent af skoðunarstofunni Inspectionem og voru þar með fyrsta Vakafyrirtækið til að ljúka gæða- og umhverfisvottun samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Friðheimar hafa verið þátttakendur í Vakanum síðan 2017. Við hjá Ferðamálastofu óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Á myndinni eru frá vinstri Guðmundur Gunnarsson og Elísabet Pálmadóttir frá Inspectionem og Rakel Theodórsdóttir, Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann frá Friðheimum.