Í kjölfar Covid-19 má búast við því að ferðavenjur og þarfir ferðamanna breytist. Ferðamenn framtíðar munu líklega sækja frekar í fámenni og verða meðvitaðri en áður um umhverfi sitt og samneyti við aðra. Þá munu þeir gera auknar kröfur til fyrirtækja um sýnileg viðbrögð við breyttum aðstæðum. Mikilvægt er að ferðaþjónustufyrirtæki taki mið af nýjum óskum og þörfum ferðamanna með öryggi og gæði að leiðarljósi. Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum við að koma til móts við breyttar venjur og þarfir. Til að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu við að mæta nýjum aðstæðum hafa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Ferðamálastofa sett fram leiðbeiningar fyrir stjórnendur að styðjast við. Sækja leiðbeiningar