Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í ódýrum pakkaferðum til Íslands og starfsfólk fyrirtækisins hefur mikla reynslu, áhuga og ástríðu fyrir því að aðstoða ferðalanga um allan heim til að upplifa það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Fyrirtækið býður upp á ýmsar tegundir ferða, meðal annars bílaleigupakka, hópferðir með leiðsögn, norðurljósaferðir, jóla- og áramótaferðir, borgarferðir til Reykjavíkur, gönguferðir og ævintýraferðir. Til að tryggja gæði þjónustunnar er hver og ein ferð klæðskerasniðin auk þess sem ferðaskrifstofan hefur frá upphafi aðeins starfað með birgjum sem hafa gild leyfi og góðan orðstýr á Ísland.
Á myndinni má sjá Maríu Erlendsdóttur og Hafdísi Þóru Hafþórsdóttur hjá Iceland Guest.