Nú fyrir helgina fjölgaði í VAKANUM þegar Bílaleigan Geysir bættist við. Er Geysir jafnframt fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Reykjanesi sem gengur til liðs við VAKANN.
Bílaleigan Geysir var stofnuð árið 1973 en hefur verið rekið í núverandi mynd síðan 2003. Bílaleigan er stærsta bílaleiga á landinu sem eingöngu er rekin undir eigin nafni, þ.e. hefur ekki einnig erlent vörumerki. Yfir sumartímann starfa yfir 50 manns hjá fyrirtækinu en heilsársstarfsmenn eru 20 og hefur bílaleigan yfir að ráða einum nýjasta bílaflota á landinu, bíla af öllum stærðum og gerðum.
Við hjá VAKANUM óskum eigendum og starfsmönnum Geysis til hamingju með viðurkenninguna og bjóðum þau velkomin í glæsilegan hóp fyrirtækja í VAKANUM.
Á myndinni eru frá vinstri Ágúst Eir Aðalbjörnsson, Garðar Vilhjálmsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Margeir Vilhjálmsson og Ásgeir Elvar Garðarsson.