Nýverið lauk ferðaskrifstofan Gateway to Iceland innleiðingarvinnu sinni og gerðist þátttakandi í Vakanum. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga! Viðstödd afhendinguna voru Tinna Haraldsdóttir, tengiliður Vakans á skrifstofu, Guðmundur Sigurðsson eigandi, Ásgeir F. Ásgeirsson framkvæmdastjóri og Jón Knútsson flotastjóri.
Gateway to Iceland var stofnað af hjónunum Guðmundi Sigurðsyni, leiðsögumanni, og Valgerði Knútsdóttur og hóf starfsemi sína í janúar 2011. Fyrirtækið býður upp á ferðir frá Reykjavík í smærri hópum, dagsferðir um allt suðvestur- og yfir á suðausturlandið, norðurljósaferðir og einkaferðir fyrir stærri og minni hópa. Einnig er boðið upp á sérútbúnar pakkaferðir sem og flugvallaskutl.
Að sögn Tinnu býr Gateway to Iceland og starfsfólk þess yfir víðtækri ferðakunnáttu og hagnýtri reynslu og leitast við að vera framsækin og áhrifamikil ferðaskrifstofa í ferðaþjónustu á Íslandi: "Með þátttöku í Vakanum er markmið okkar að bjóða upp á þjónustu sem stenst þær kröfur um gæði sem við gerum til okkar sjálfra og getum þannig áfram verið hluti af faglegri heild í ferðaþjónustu á Íslandi."